Innlit
Kaupa Í körfu
Útsýnið gerði útslagið hjá golfhjónum þegar þau völdu sér húsnæði. Þau standa nánast á Grafarholtsvellinum þegar þau eru í stofunni heima í gluggaglaðri hæð í Ólafsgeisla. Kristín Heiða Kristinsdóttir staldraði við fjallasýn þeirra og hlýlegt heimili. Héðan sjáum við meðal annars Keili og Snæfellsjökul og það er ekki amalegt að hafa slíka dýrð inni hjá sér. Og það er ekki síður fallegt að sjá yfir borgina. Það er engu líkt að horfa yfir Reykjavík á björtum sumarkvöldum og fylgjast með sólinni setjast. Ljósadýrðin er líka einstök yfir vetrartímann. Þegar við vorum að leita okkur að húsnæði fyrir sex árum þá kom ekkert annað til greina en íbúð með góðu útsýni. Þá vorum við nýflutt í bæinn frá Stykkishólmi og húsið sem við bjuggum í þar stóð hátt og við vildum gjarnan halda áfram að sjá vel yfir umhverfi okkar. Því fylgir góð tilfinning," segir Ástrós Þorsteinsdóttir handverkskona sem býr á efri hæð í tvíbýlishúsi í jaðri Grafarholtsins ásamt manni sínum Ólafi Kristjánssyni, beint ofan við golfvöllinn MYNDATEXTI Víðsýnt Húsið stendur hátt og sést vel til allra átta
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir