Grundarfjörður
Kaupa Í körfu
Nýtt kvótaár er hafið og að þessu sinni taka sjómenn og útgerðarmenn á sig 30% skerðingu í þorskkvóta. Í sjávarplássum líkt og Grundarfirði mun slík skerðing hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar sem eiga eftir að skila sér inn í allt samfélagið þegar líða fer á kvótaárið. Það er hins vegar engan bilbug á Grundfirðingum að finna enda er það í blóðinu að berjast áfram þótt móti blási. Sumir taka þessu mótlæti með bros á vör eins og einn aflaskiptjórinn sem sást við póstútburð einn morguninn og kvað þessa iðju vera lið í mótvægisaðgerðum. Og vélstjóri einn sem kvað það ekki skemma fyrir að reyna að brosa þegar á móti blési og benti á forláta járnkarfa sem hangir uppi í einu fiskvinnslufyrirtækinu á staðnum og er þeim eiginleikum búinn að hægt er að lengja hann með því að snúa sveif sem kölluð er kvótastrekkjari
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir