Göngur og réttir standa fyrir dyrum

Jón Sigurðsson

Göngur og réttir standa fyrir dyrum

Kaupa Í körfu

Austur-Húnavatnssýsla | Bændur í A-Húnavatnssýslu eru nú á fjöllum í þónokkrum vindi og eru réttir framundan. Sunnudag og mánudag fóru þeir í afrétt með sín gangnahross og trússbíla til að smala heiðalöndin en þau eru ansi víðfeðm í þessum landshluta. Á föstudaginn kemur verður réttað í Undirfellsrétt í Vatnsdal. Daginn eftir verður réttað í Auðkúlurétt og Stafnsrétt og á sunnudag verður fé rekið til réttar í Skrapatungu. Réttir í Austur-Húnavatnssýslu eru þær fjárflestu á landinu og má segja að Auðkúlurétt sé sú fjárflesta og Undirfellsrétt er þarna ekki svo fjarri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar