Sumarbústaður brennur í Vaðlaheiði

Skapti Hallgrímsson

Sumarbústaður brennur í Vaðlaheiði

Kaupa Í körfu

RANNSÓKN lögreglu leiddi í ljós að eldur í sumarbústað í Vaðlaheiði í fyrrakvöld kviknaði út frá eldavél. Svo virðist sem straumur hafi gleymst á hellu en eigandi bústaðarins hafði tiltölulega nýlega yfirgefið hann þegar eldsins varð vart. Töluverður eldur var í húsinu, bæði í þaki og inni í veggjum, en slökkvistarf gekk vel þrátt fyrir rok. Bústaðurinn stendur en er að öllum líkindum ónýtur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar