Teiknisamkeppni - Verðlaun

Skapti Hallgrímsson

Teiknisamkeppni - Verðlaun

Kaupa Í körfu

úr bæjarlífinu... Glæsilegur hópur óvenju ungra nema var samankominn í Háskólanum á Akureyri. Þá var tilkynnt um úrslit í teiknisamkeppni sem HA hélt meðal grunnskólanema í 4. bekk, í tilefni af 20 ára afmæli skólans. Veitt voru þrenn verðlaun, auk viðurkenninga fyrir athyglisverðustu efnistök og framsetningu. Verðlaun hlutu eftirtaldir: Birkir Andri Stefánsson, Glerárskóla, fyrir frumlegustu litanotkunina, Arnþór Ó. Hulduson Oddeyrarskóla fyrir tjáningarríkustu myndina og Sunna Guðný Sverrisdóttir Glerárskóla fyrir sterkasta frásögn og túlkun á viðfangsefninu. Sérstaka viðurkenningu hlutu Tinna Karen Fylkisdóttir í Síðuskóla fyrir góða myndbyggingu, Fjölnir Unnarsson Oddeyrarskóla fyrir athyglisverða myndbyggingu, Ingibjörg Vincentsdóttir Lundarskóla fyrir athyglisverða lágmynd, Baldvin Kári Magnússon Glerárskóla fyrir athyglisverða framsetningu á viðfangsefninu, Þorsteinn Kristjánsson Brekkuskóla fyrir athyglisverða framsetningu á viðfangsefninu og Stefán Ármann Hjaltason Oddeyrarskóla fyrir athyglisverða túlkun. MYNDATEXTI: Íslandsklukkur Krakkarnir sem fengu verðlaun og viðurkenningar í teiknisamkeppni í Háskólanum á Akureyri. Öll teiknuðu Íslandsklukkuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar