Hljómsveitin Buff ásamt Magna

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hljómsveitin Buff ásamt Magna

Kaupa Í körfu

HLJÓMSVEITIN Buff ásamt Reykjavik Sessions Quartet verður með tónleika til heiðurs tónlistarsnillingnum Paul McCartney í Austurbæ fimmtudaginn 13. september næstkomandi. "Við félagarnir í Buffinu erum allir miklir Bítlaaðdáendur og ég hef persónulega spilað á tvennum tónleikum til heiðurs John Lennon. En það hefur aldrei verið haldið neitt svona til heiðurs Paul McCartney en hann samdi nú hinn helminginn af lögunum með Bítlunum. Svo okkur fannst tími til kominn að heiðra karlinn aðeins," segir Pétur Örn Guðmundsson sem er meðlimur Buffs ásamt þeim Stefáni Erni Gunnlaugssyni, Bergi Geirssyni, Hannesi Friðbjarnssyni og Einari Þór Jóhannssyni. MYNDATEXTI Heiðursmenn Meðlimir hljómsveitarinnar Buff ásamt Magna sem verður gestasöngvari á tónleikum til heiðurs Paul McCartney í Austurbæ á fimmtudaginn kemur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar