ÍR - KR

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ÍR - KR

Kaupa Í körfu

OLGA Færseth, hin leikreynda knattspyrnukona og fyrirliði KR-inga, varð í gærkvöld sú fjórða í sögunni til að spila 200 leiki í efstu deild hér á landi. Hún hélt uppá það með því að skora fjögur mörk, þar af þrennu á 8 mínútum, þegar KR vann stórsigur á ÍR, 8:0, í Breiðholtinu. Valur vann Fylki, 3:0, og Valur og KR eru því áfram hnífjöfn á toppnum og úrslitaleikur þeirra um titilinn blasir við í næstu umferð. MYNDATEXTI Hrefna Jóhannesdóttir er ekki árennileg þar sem hún sækir að marki ÍR í leiknum í gærkvöld ásamt Olgu Færseth. Olga skoraði fjögur mörk í leiknum og Hrefna þrjú.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar