Frumsýning á Veðramótum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Frumsýning á Veðramótum

Kaupa Í körfu

Veðramót var frumsýnd á föstudaginn við mikla hrifningu. Fólk var glatt eftir sýninguna í Háskólabíói á þessari nýjustu mynd Guðnýjar Halldórsdóttur leikstjóra. Myndin skartar Hilmi Snæ Guðnasyni, Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafni Sigurðssyni í hlutverkum nýrra ráðsmanna við unglingaheimilið Veðramót, en þar hitta þau fyrir krakka með enn svakalegri fortíð en þau grunar. Það eru Jörundur Ragnarsson, Hera Hilmarsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Baltasar Breki, Ugla Egilsdóttir og Arnmundur Ernst Backman sem fara með hlutverk krakkanna en önnur hlutverk eru í höndum Þorsteins Bachman, Tinnu Gunnlaugsdóttur, Jóhanns Sigurðarsonar, Þóreyjar Sigþórsdóttur, Þorsteins Gunnarssonar, Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur, Helga Björns, Björns Jörunds Friðbjörnssonar, Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Alan Richardson og Óskars Magnússonar. MYNDATEXTI Selma Aðalleikonan Tinna Hrafnsdóttir, sem leikur Selmu, er hér með Sveini Geirssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar