Kolaportið

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kolaportið

Kaupa Í körfu

HÓPUR sem safnar handa fátækum börnum á Indlandi er með bás í Kolaportinu um helgina. Það var handagangur í öskjunni þegar kúnnarnir mættu spenntir á þennan líflega markað í gærmorgun, enda margt á boðstólum sem hvergi annars staðar er hægt að fá. Um helgina standa Vinir Kolaportsins fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla breytingum sem til stendur að gera á Tollhúsinu. Segir hópurinn að meðan breytingarnar verði gerðar þurfi hugsanlega að loka markaðnum í 18 mánuði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar