Vogatunga

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vogatunga

Kaupa Í körfu

ÆJARSTJÓRN Kópavogs og umhverfisráð afhentu árlegar umhverfisviðurkenningar síðastliðinn fimmtudag. Vogatunga 1-49 var útnefnd gata ársins. Bjarnhólastígur 3 fékk viðurkenningu fyrir fallega endurgerð húsnæðis. Viðurkenningu fyrir framlag til umhverfismála fékk GKG, golfbrautir meðfram Rjúpnahæð. Viðurkenningar fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði fengu Ásakór 2-4 og Desjakór 10. Auk þess fengu þrjú hús viðurkenningu fyrir hönnun, einbýlishúsið Kleifarkór 20, Hörðukór 1 í flokki fjölbýlishúsa og Smiðjuvegur 76 í flokki atvinnuhúsnæðis. Auk framangreindra viðurkenninga hlutu Lindaskóli, Salaskóli og Snælandsskóli verðlaun í flokknum "athyglisvert framlag til umhverfismála". Skólarnir flagga Grænfánanum, sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir vinnu að umhverfismálum. MYNDATEXTI Vogatunga 1-49

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar