Ísland - Spánn 1-1

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ísland - Spánn 1-1

Kaupa Í körfu

MIÐVÖRÐURINN sterki í liði Spánar, Carlos Marchena, sagði við Morgunblaðið eftir landsleikinn í fyrrakvöld að dómaratríóið hefði átt stóran hlut í jafnteflisleiknum gegn Íslandi á laugardag. "Við erum mjög ánægðir að fara héðan með eitt stig. Að mínu mati eyðilögðu dómararnir leikinn fyrir okkur," sagði Marchena, sem lék sinn 34. landsleik á Laugardalsvellinum. "Það er gríðarlega erfitt að spila hér á Íslandi. Það var mjög mikil barátta í íslensku leikmönnunum og erfitt að brjóta þá niður. Við spiluðum boltanum vel á milli okkar og það var gott að ná að skora. Við vorum mjög þolinmóðir," sagði Marchena sem leikur með Valencia á Spáni og hefur unnið með þeim bæði Spánartitil og Evrópumeistaratitil. MYNDATEXTI Spánverjar fagna marki sínu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar