Skákþing Íslands 2007

Sverrir Vilhelmsson

Skákþing Íslands 2007

Kaupa Í körfu

STÓRMEISTARARNIR Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson unnu báðir skákir sínar í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 2007 sem sett var síðdegis í gær. Einnig unnu Bragi Þorfinnsson og Davíð Kjartansson sínar skákir. Þá unnu Guðlaug Þorsteinsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir skákir sínar í 1. umferð Íslandsmóts kvenna. Við setningu þingsins flutti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, frumsamda drápu Kristjáns Hreinssonar. Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem er bakhjarl Skákþingsins, setti mótið og lék fyrstu leiki í skákum Hannesar Hlífars og Ingvars Þórs Jóhannessonar í landsliðsflokki og Guðlaugar Þorsteinsdóttur og Sigurlaugar Friðþjófsdóttur í kvennaflokki. MYNDATEXTI Fyrsti leikur Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, lék fyrsta leik í skák þeirra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Ingvars Þórs Jóhannessonar. Orkuveitan styrkir Skákþingið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar