Þóra Sigríður Ingólfsdóttir

Friðrik Tryggvason

Þóra Sigríður Ingólfsdóttir

Kaupa Í körfu

Hún er nýr forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands. Freysteinn Jóhannsson talaði við Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, sem vill í fyrstu lotu búa blindum, sjónskertum og lesfötluðum betra bókasafn, sem verði öllum opið. Mér finnst Blindrabókasafnið ekki nógu áberandi. Þessu viljum við breyta þannig að allir sem þurfa á þjónustu okkar að halda viti af okkur og geti leitað til okkar. Nú standa yfir miklar breytingar á safnkostinum, sem felast í því að færa allt okkar efni af böndum yfir í stafrænt form. Safnið á nú hátt í 6.000 titla og þar erum við með mikinn fjársjóð í höndunum, sem ekki er til annars staðar. Gömlu böndin eru farin að gefa sig og efnið á þeim liggur undir skemmdum. Með yfirfærslunni björgum við því. Það er gífurleg vinna að koma þessu öllu í nýtt grunngeymsluform, en hún gengur vel. MYNDATEXTI Þóra Sigríður Ingólfsdóttir er nýr forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands, þar sem verið er að flytja allt efni af böndum yfir í stafrænt form. Þar með er MP3 diskurinn tekinn við og snældan heyrir sögunni til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar