Færeyska sendiskrifstofan

Færeyska sendiskrifstofan

Kaupa Í körfu

FÆREYINGAR opnuðu á laugardag sendiskrifstofu í Reykjavík og sama dag sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Jóannes Eidesgaard, lögmann Færeyinga, stórriddarakrossi með stjörnu fyrir framlag hans til að styrkja samvinnu Íslendinga og Færeyinga. Sendiskrifstofan er til húsa í Austurstræti 12 í Reykjavík og var færeyski fáninn dregin að húni fyrir framan húsnæðið við þetta tækifæri. Í tilefni af opnuninni var móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem Joannes Eidesgaard og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fluttu ávörp. Eftir það var opið hús í sendiskrifstofunni og um kvöldið voru haldnir tónleikar í Norræna húsinu. MYNDATEXTI Færeyingar opnuðu sendiskrifstofu í Austurstræti 12 og var af því tilefni móttaka í Ráðhúsinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, og Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyinga, heilsast hér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar