Borgarafundur í Tjarnarsal

Borgarafundur í Tjarnarsal

Kaupa Í körfu

ÍBÚAR í miðborginni fjölmenntu á fund með borgar- og lögregluyfirvöldum í gær. Áhersla var lögð á afstöðu þeirra sem byggja miðborgina til þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu um umgengni og háttsemi þeirra sem leggja leið sína í miðborgina um helgar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fjallaði um aðgerðir borgaryfirvalda sem miða að því að stuðla að aukinni virðingu gagnvart fólki og umhverfi í miðborginni. "Ég tel ástandið í miðborginni óásættanlegt eins og það hefur verið," sagði hann. MYNDATEXTI Lögreglustjóri Fjöldi íbúa í miðborginni léði Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra eyra á miðborgarþingi í Ráðhúsinu í gær. Hann og borgarstjóri eru sammála um að ástandið í miðborginni um helgar sé óviðunandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar