Kornskurður

Sigurður Sigmundsson

Kornskurður

Kaupa Í körfu

BÆNDUR hafa ekki náð að skera nema lítið af korni hingað til vegna vætutíðar. Í þurrviðrinu á sunnudag var tækifærið notað og korn skorið á stórum akri á bænum Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Allvíða í uppsveitum Árnessýslu hefur verið ræktað korn með góðum árangri um árabil. Í ár er korn ræktað á um 140 hekturum lands í Hrunamannahreppi. Bændur segja uppskeruhorfur góðar, en eitthvað fauk þó í illviðrinu á laugardag. Ræktað er bæði tveggja og sex raða bygg, sem er ýmist súrsað eða þurrkað og þykir hið besta fóður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar