Stafnesviti hjá Sandgerði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stafnesviti hjá Sandgerði

Kaupa Í körfu

STAFNESVITI á Romshvalanesi horfir mót hafinu sem oft getur verið mjög úfið. Þótt ströndin sé eyðileg og sjórinn illúðlegur á stundum var þarna fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum á 17. og 18. öld, að því er segir í bókinni Landið þitt. Konungsútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769. Landsetar af konungsjörðum suðvestanlands voru skyldugir að róa á árabátum þaðan fyrir lítil laun. Útræði hélst frá Stafnesi að einhverju marki fram til 1945 en lítið síðan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar