Hótel Akureyri og París

Skapti Hallgrímsson

Hótel Akureyri og París

Kaupa Í körfu

Setur málið í mjög undarlega stöðu, segir bæjarstjóri HÚSAFRIÐUNARNEFND ákvað í gær að leggja til við menntamálaráðherra að friða þrjú hús við Hafnarstræti á Akureyri, húsin númer 94, 96 og 98. Það síðastnefnda er Hótel Akureyri sem títtnefnt hefur verið í fréttum undanfarið því Akureyrarbær hafði ákveðið að rífa húsið og þegar veitt leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni. Hin húsin tvö hafa nýlega verið gerð upp og þykja mikil prýði; París og Hamborg. MYNDATEXTI: Friðuð? Hafnarstræti 98, Hótel Akureyri, til vinstri, en París, húsið númer 96, til hægri. Það er nýuppgert og þar er m.a. kaffihúsið Bláa kannan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar