Þingmaður málar mynd

Steinunn Ásmundsdóttir

Þingmaður málar mynd

Kaupa Í körfu

Egilsstaðir | Á dögunum tók Þuríður Backman þingmaður sig til og dró fram málningarpensla og litatúpur í þágu góðs málefnis. Að beiðni kvenfélagsins Bláklukku á Egilsstöðum málaði Þuríður mynd, sem fara mun á listmunauppboð á Hótel Héraði 6. október n.k. Andvirði seldra muna á því uppboði mun renna til kaupa á nýju og fullkomnu sónartæki til handa Heilbrigðsstofnun Austurlands á Egilsstöðum, en fram til þessa hafa blessunarlega á sig komnar konur á Fljótsdalshéraði og nágrenni leitað til Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Akureyrar eða Reykjavíkur eftir sónarskoðun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar