Smölun í Jökulgili

Ragnar Axelsson

Smölun í Jökulgili

Kaupa Í körfu

GANGNAMENN á Landmannaafrétti lentu í óvenjumikilli snjókomu að þessu sinni, að sögn Kristins Guðnasonar fjallkóngs. "Það snjóaði allan laugardaginn hjá okkur. Það var mjög dimmt og vont að leita. Svo var snjórinn það mikill að það var erfitt að reka féð. Bæði var snjórinn djúpur og frostlítið svo hlóðst í ullina," sagði Kristinn. Farið var aftur á svæði sem verst gekk að smala og fannst talsvert af fé. Þó vantar nú með meira móti fé af fjalli. Farið verður í eftirleit á afréttinum fyrstu helgina í október.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar