Pasíusálmarnir á hollensku

Ragnar Axelsson

Pasíusálmarnir á hollensku

Kaupa Í körfu

"Ég held að Hallgrímur lýsi vel tilfinningum þeirra sem eru kristinnar trúar á öllum tímum, ekki bara þeim sem hann var uppi á. Hann hafði djúpt innsæi í mannlegt eðli," segir Íslandsvinurinn og sálmaskáldið Johan Klein sem þýtt hefur Passíusálmana og gefið út á bók ásamt nótum. Bókina nefnir hann "Í skugga kross þíns". Hann hefur lagt sig fram um að kynna sálmana í hollenskum kirkjum við góðar undirtektir. "Þegar skáldið syngur um gyðinga og Rómverja á tímum Jesú Krists, þá vísar það bæði til tilveru fólksins sem uppi var á 17. öld jafnt sem núna. Sálmarnir eru í raun tímalausir." MYNDATEXTI Johan Klein og Sigurbjörn Einarsson biskup voru ánægðir með hollenska þýðingu Passíusálmanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar