Hallbjörn Hjartarson

Ólafur Bernódusson

Hallbjörn Hjartarson

Kaupa Í körfu

Liggi leið mín norður í land stilli ég útvarpið á 96,7 þegar í brekkufót Holtavörðuheiðar kemur og bíð síðan eftir því að kántríið hljómi í bílnum eða nefmælt, dragandi seiminn, rödd Hallbjörns Hjartarsonar bjóði mig velkominn til að hlusta á menningaraukann við húnvetnska strönd. Og svo lætur hann lagið rúlla; það er kántrí, kántrí, kántrí. Hallbjörn stofnaði til Útvarps Kántrýbæjar í sambandi við fyrstu kántríhátíðina sem hann efndi til á Skagaströnd. Þessi postuli sveitatónlistarinnar hefur lengst af verið bókstaflega ódrepandi í að útbreiða hana á Íslandi. Þrátt fyrir áföll og skrokkskjóður hefur hann jafnan tekið upp þráðinn á ný; sungið inn á ellefu plötur, reist veitingahúsið Kántrýbæ og rekið Útvarp Kántrýbæ. Með kántríinu hefur hann svo sannarlega komið Skagaströnd á kortið. Útvarp Kántrýbær heyrist frá Holtavörðuheiði og langleiðina til Akureyrar, utan hvað menn á Hvammstanga fá ekki notið sveitatónlistarinnar út af mishæð þar á milli. Sendirinn á Skagaströnd sendir út á 100,7, en frá Blönduósi hljómar kántríið á 96,7 og heyrist á Holtavörðuheiði og Ströndum og Húnavatnssýslum. Á Sauðárkróki fer sveitatónlistin á 102,1 um mestan part Skagafjarðar og langleiðina til Akureyrar. Útvarp Kántrýbær sendir út allan sólarhringinn og synd að útsendingin skuli ekki gleðja fólk á fleiri slóðum en fyrir norðan MYNDATEXTI Kántrí Hallbjörn lætur lagið rúlla

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar