Alfesca

Alfesca

Kaupa Í körfu

Á AÐALFUNDI Alfesca í gær var samþykkt heimild til stjórnar að skrá hlutafé félagsins í evrum. Þá var og samþykkt heimild til stjórnar að auka hlutafé Alfesca um tæplega 30%. "Stjórnin mun beita sér fyrir því að þetta [skráning í evrum] verði framkvæmt eins fljótt og kostur er og tæknilegar lausnir hjá kauphöllinni og seðlabanka ríkisins liggja fyrir," sagði Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca, í samtali við Morgunblaðið. MYNDATEXTI Ólafur Ólafsson segir hlutafjáraukningu m.a. ætlaða vegna frekari fjárfestinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar