Hrafndís Tekla

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hrafndís Tekla

Kaupa Í körfu

Allir eru góðir í einhverju og allir búa yfir hæfileikum. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði um námskeið þar sem sköpunargáfa unglinga er virkjuð til að styrkja þá sem eru með áhættuhegðun og kenna þeim að njóta lífsins án neikvæðrar spennu. Það er mjög gefandi að fylgjast með krökkunum þegar þau snúa við blaðinu og sjá blikið í augunum á þeim þegar þau uppgötva hæfileika sína og lífsgleðina," segir Hrafndís Tekla Pétursdóttir, sálfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Nýrri leið, en þar hefur verið boðið upp á námskeið fyrir unglinga sem heitir Lífslistin. Þar eru farnar nýjar leiðir til að takast á við vanlíðan og hegðunarvandamál MYNDATEXTI Nýjar leiðir Hrafndís Tekla segir Lífslistina reynast vel sem forvarnar- og meðferðarúrræði .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar