Málþing

Ragnar Axelsson

Málþing

Kaupa Í körfu

"ÞETTA málþing varpar ljósi á samskipti Íslendinga og útlendinga. Við getum öll hjálpast að við að vinna á fordómum og kynnast hvert öðru betur. Íslendingar mættu vera miklu opnari fyrir því að kynnast útlendingum, bakgrunni þeirra og menningu," segir Chang Long Xu frá Kína, sem kallaður er Elías. Hann kom til landsins fyrir tæpum sjö árum þegar hann var 11 ára. Hann stundar nú nám við FÁ og segist þar njóta sérkennslu í íslensku fyrir útlendinga. "Það er mjög þakkavert að fá góða íslenskennslu, en hins vegar vantar tækifæri fyrir okkur útlendinga að hlúa að móðurmáli okkar."Allir voru viðmælendur blaðamanna sammála um að góð íslenskukunnátta væri lykillinn að því að aðlagast íslensku samfélagi. MYNDATEXTI Chang Long Xu kallaður Elías, Jorge Montalvo og Julie Sif Sigurðardóttir voru meðal frummælenda á fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar