Málþing

Ragnar Axelsson

Málþing

Kaupa Í körfu

Framtíð okkar í nýju landi – erum við Íslendingar? var yfirskrift málþings fyrir ungt fólk af erlendum uppruna sem haldið var í MH í gær. Málþingið var vel sótt, en um tvöhundruð ungmenni af erlendum uppruna sóttu þingið, með það að markmiði að deila reynslu sinni af því að flytjast til nýs lands, læra nýtt tungumál og kynnast nýrri menningu, fóta sig í menntakerfinu, átta sig á réttindum sínum og skyldum auk þess að takast á við fáfræði og fordóma í sinn garð. Málþingið var haldið að frumkvæði Framtíðar í nýju landi í samvinnu við Rauða kross Íslands, Reykjavíkurborg, félagsmálaráðuneytið, menntamálaráðuneytið, Alþjóðahús, Velferðarsjóð barna og Eflingu stéttarfélag. MYNDATEXTI Fjölmenni Um tvöhundruð ungmenni af erlendum uppruna mættu á málþingið í MH.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar