Blaðamannafundur í HR
Kaupa Í körfu
ÞAÐ væri allt í háa lofti ef hér væri vatnsaflsvirkjun sem vannýtti mikið af því vatni sem henni væri ætlað að virkja. Hér á landi bjóðast mörg tækifæri til að nýta mannauðinn miklu betur." Þetta segir Margrét Jónsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins Mannauður, en því var hleypt af stokkunum í gær. Um er að ræða verkefni sem kemur í framhaldi af verkefninu Auður í krafti kvenna en að þessu sinni verður sjónum beint að samspili vinnu og fjölskyldulífs og þeim breytingum sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði. Háskólinn í Reykjavík, Landsbankinn, Deloitte, Morgunblaðið og Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins standa að verkefninu en Landsbankinn er meginstyrktaraðili þess. Margs konar viðburðir, s.s. fyrirlestrar, námskeið, tónleikar og ráðstefnur, verða haldnir í tengslum við verkefnið auk þess sem sérstakt rannsóknarsvið verður starfrækt í tengslum við það. Fyrsti viðburður verkefnisins var ráðstefnan Baráttan um besta fólkið en hún var haldin á Nordica hóteli í gær. Veittu þar tveir sérfræðingar, dr. Dominique Turcq og Sir John Whitmore, íslenskum stjórnendum innsýn í þær breytingar sem eru að verða á alþjóðlegum vinnumarkaði og hlutverki stjórnenda MYNDATEXTI Oddný Guðmundsdóttir, Atli Atlason, Finnbogi Jónsson, Svafa Grönfeldt og Þorvarður Gunnarsson hleyptu verkefninu af stokkunum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir