Á hlaupum
Kaupa Í körfu
Stundum er talað um fimmta valdið eða það vald sem fyrirtæki hafa til að breyta samfélaginu. Enn oftar er talað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og nauðsyn þess að fyrirtæki láti til sín taka í að móta samfélagið og hafa áhrif. Sum fyrirtæki láta fé af hendi rakna til ákveðinna málefna, yfirleitt nægilegt fé til að merki fyrirtækisins komi skýrt fram í auglýsingu. Önnur fyrirtæki láta ekki þar við sitja heldur taka höndum saman um að hafa raunveruleg áhrif á samfélagið og fylgja því eftir. Það er einmitt raunin með verkefnið MANNAUÐUR sem hleypt var af stokkunum við Háskólann í Reykjavík nú í vikunni. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins. Verkefnið er sjálfstætt framhald af Auði í krafti kvenna sem var átaksverkefni árin 2000-2003. Það verkefni gekk út á að efla konur til forystu í atvinnulífinu og auka þannig hagvöxt í landinu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir