Sprenging á Ársskógsströnd

Skapti Hallgrímsson

Sprenging á Ársskógsströnd

Kaupa Í körfu

MIKIL mildi þykir að karlmaður á sextugsaldri, Haukur Sigfússon, skyldi sleppa með skrámur þegar sprenging varð í litlum trefjaplastbát þar sem hann var við logsuðu í gærmorgun. Óhappið varð á verkstæði við þjóðveginn á Árskógsströnd í Eyjafirði. Talið er að bensíngufur hafi myndast neðan þilfars og neisti úr logsuðutækinu komist þar í. Þilfarið þeyttist úr bátnum og mastur, sem Haukur var að sjóða, skaust upp í mæni hússins, gerði gat á þakið og kengbeygði bita, áður en það féll aftur niður á gólf. Báturinn, sem kostaði sex milljónir, er aðeins tveggja mánaða gamall en er nú talinn ónýtur. Hann er í eigu fyrirtækisins Norðurskeljar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar