Vinnufatnaður

Friðrik Tryggvason

Vinnufatnaður

Kaupa Í körfu

Mikil þróun hefur orðið í vinnufatnaði undanfarin ár og á það ekki bara við um ný og betri efni sem henta öllum aðstæðum vinnandi fólks heldur er fjölbreytnin líka miklu meiri en hún var og vinnufatnaður eltir tískustrauma eins og hver annar fatnaður. Ásgeir Einarsson, framkvæmdastjóri Hebron-vinnufatnaðar, segir að fyrir örfáum árum hafi vinnufatnaður samanstaðið af einni úlpu og tvennum vinnubuxum ásamt pari af skóm og svo öryggisbúnaði. MYNDATEXTI: Mittisbuxur Netfóðraðar heilsársbuxur með endurskini úr ProTec sem er vatnsþétt, andar vel og er slitþolið, fást hjá Dynjanda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar