Kvenforsetar HÍ

Kvenforsetar HÍ

Kaupa Í körfu

Í FYRSTA skipti í sögu Háskóla Íslands eru fleiri konur en karlar forsetar við deildir skólans. Konur hafa verið kjörnar til forystu við sjö af ellefu deildum Háskólans. Elín Soffía Ólafsdóttir við lyfjafræðideild, Inga B. Árnadóttir við tannlæknadeild, Oddný Sverrisdóttir við hugvísindadeild, Ebba Þóra Hvannberg, verkfræðideild, Sóley S. Bender í hjúkrunarfræðideild og Björg Thorarensen í lagadeild. Ebba Þóra Hvannberg er jafnframt fyrsti kvendeildarforseti í sögu verkfræðideildar. Karlar í forsetastólum við deildir Háskólans eru Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, Hjalti Hugason, forseti guðfræðideildar, Lárus Thorlacius, forseti raunvísindadeildar, Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskipta- og hagfræðideildar og Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar MYNDATEXTI Kvenforsetar og rektor Frá hægri: Elín Soffía Ólafsdóttir, Inga B. Árnadóttir, Ebba Þóra Hvannberg, Kristín Ingólfsdóttir rektor, Björg Thorarensen, Sóley Sesselja Bender og Oddný Sverrisdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar