Einar Falur Ingólfsson

Einar Falur Ingólfsson

Kaupa Í körfu

AFTUR er heiti sýningar Einars Fals Ingólfssonar ljósmyndara í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum, en þar gerir hann æskuár sín í Keflavík að myndefni og segir: "Ég sneri aftur til bernskuslóðanna og mátaði minningar við raunveruleikann. Sumt er breytt, annað síður. Og sumir eru enn til staðar." Í dag kl. 15 tekur Einar Falur á móti gestum, gengur með þeim um sýninguna og segir frá hugrenningum sínum um myndirnar. Einar Falur verður einnig með leiðsögn um sýningu Mary Ellen Mark í Þjóðminjasafninu á morgun kl. 15.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar