Hálslón fullt

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hálslón fullt

Kaupa Í körfu

ÁÆTLAÐIR sjóðir Landsvirkjunar vegna ófyrirsjáanlegs kostnaðar við Kárahnjúkavirkjun eru nánast uppurnir en miklar tafir hafa orðið á framkvæmdinni, aðallega af jarðfræðilegum ástæðum. Stefnt er að því að fyrsta vélin verði keyrð á vatni um miðjan nóvember í síðasta lagi, hálfu ári á eftir áætlun. Ekki liggur fyrir hvort Alcoa muni krefja Landsvirkjun um bætur vegna tafarinnar og segir talsmaður félagsins að slík mál verði rædd þegar og ef það verður tímabært. Áætlanir verktakafyrirtækisins Bechtel um byggingu álversins á Reyðarfirði hafa staðist þrátt fyrir tafirnar við Kárahnjúka og er stefnt að því að síðustu starfsmenn fyrirtækisins hér á landi hverfi úr landi fyrir jól. Um eitt þúsund starfar nú hjá Bechtel við álversbygginguna. Hvað mannaráðningar í álverið varðar er aðeins eftir að ráða í um 30 störf. | Miðopna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar