Hálslón fullt

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hálslón fullt

Kaupa Í körfu

Landsvirkjun stefnir að því að hleypa vatni úr Hálslóni í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar til stöðvarhúss í Fljótsdal eftir hálfan mánuð og keyra fyrstu vélina á vatni í síðasta lagi um miðjan nóvember nk. Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að fyrsta vél af sex yrði gangsett með vatni í apríl sl. vor. Þá var hún hins vegar keyrð upp þurr og álveri Alcoa Fjarðaáls séð fyrir 100 MW af orku, eins og um hafði verið samið, til að gangsetja smám saman fyrstu kerin yfir fjögurra mánaða tímabil. MYNDATEXTI Stefnt er að því að hleypa vatni úr Hálslóni í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar til stöðvarhúss í Fljótsdal eftir hálfan mánuð. Horft yfir Hálslón, allar þrjár stíflurnar sjást.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar