Dröfn Haraldsdóttir

Sverrir Vilhelmsson

Dröfn Haraldsdóttir

Kaupa Í körfu

KJÖLFAR stækkunar ESB árið 2004 varð ekki sú flóðbylgja verkamanna frá Austur-Evrópu sem margir íbúar Vestur-Evrópu höfðu óttast. Straumurinn lá þangað sem eftirspurn eftir vinnuafli var mest enda flytur fólk þangað sem störfin eru. Ísland er það land gömlu EES-ríkjanna sem hefur tekið við hlutfallslega flestum innflytjendum, að undanskildu Írlandi, frá nýju aðildarríkjunum, enda óvíða önnur eins eftirspurn eftir vinnuafli. Flestir sem til Íslands hafa komið eru frá Póllandi og Eystrasaltsríkjunum og Ísland er nú komið fram úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar hlutfall erlendra starfsmanna á vinnumarkaði. Jafnvel má segja að þetta hafi valdið einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem orðið hafa áratugum saman á Íslandi. Atvinnuleysi er farið að minnka almennt á Evrópska efnahagssvæðinu, er nú að meðaltali 7% og áætlað að það muni minnka enn frekar í náinni framtíð. Írland, Bretland, Danmörk, Noregur og Holland eru þau lönd sem lengi hafa ráðið til sín fólk frá öðrum löndum, en nú er svo komið að margt fólk vantar til vinnu t.d. í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Eystrasaltslöndunum, Póllandi, Slóveníu og Tékklandi. MYNDATEXTI Dröfn Haraldsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar