Kvíabryggja

Gunnar Kristjánsson

Kvíabryggja

Kaupa Í körfu

Grundarfjörður | Vinnu við stækkun fangelsisins að Kvíabryggju er nú lokið og bauðst Grundfirðingum og nærsveitamönnum að skoða fangelsið eftir áorðnar breytingar. Sérstök athöfn var síðan fyrir boðsgesti, á meðan fangarnir fóru í sérstaka óvissuferð með fangavörðunum. Frá árinu 1954 hefur verið starfrækt fangelsi eða vistun á Kvíabryggju en fyrstu árin voru þar vistaðir menn sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri. Árið 1963 voru fyrstu refsifangarnir sendir að Kvíabryggju til afplánunar og voru þeir fyrst í stað vistaðir með meðlagsföngunum en þeim síðarnefndu fækkaði í áranna rás MYNDATEXTI Undir fellinu Kirkjufell, einkennisfjall Grundarfjarðar, gnæfir yfir fangelsið á Kvíabryggju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar