FH - Fjölnir 2:1

Sverrir Vilhelmsson

FH - Fjölnir 2:1

Kaupa Í körfu

EFTIR sigurgöngu undanfarinna ára á Íslandsmótinu kom loksins að því að FH-ingar fengju nafn sitt letrað á bikarinn. Þeir urðu bikarmeistarar í fyrsta skipti í sögunni á laugardaginn þegar þeir lögðu Fjölnismenn að velli, 2:1, í framlengdum úrslitaleik á Laugardalsvellinum - en þurftu að hafa mun meira fyrir sigrinum en flestir bjuggust við....Menn biðu eftir lokaflautinu "JÁ, þetta var erfitt og hörkuleikur. Í bikarúrslitum taka bara þátt góð lið og Fjölnisliðið er svo sannarlega gott lið," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ánægður með að hafa stýrt liðinu til síns fyrsta bikarmeistaratitils. MYNDATEXTI: Jöfnuðu Fjölnismenn hleyptu miklu fjöri í úrslitaleikinn þegar þeir jöfnuðu metin og þeir fögnuðu því innilega ásamt stuðningsmönnum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar