Ringo, Yoko og Olivia

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ringo, Yoko og Olivia

Kaupa Í körfu

RINGO Starr, fyrrum trommuleikari Bítlanna, var á meðal þeirra fjölmörgu sem viðstaddir voru vígslu Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey í gærkvöldi. Ringo kom til landsins í gær og heldur strax utan í dag. "Ég kom bara til þess að sjá Friðarsúluna sem mér finnst afskaplega falleg. Og það sem skiptir mestu máli er að hugsunin á bak við verkið er falleg, en ljósið sem slíkt er náttúrulega ótrúlegt á að horfa." Aðspurður sagðist Ringo telja að vinur sinn John Lennon hefði orðið ánægður með Friðarsúlu eiginkonunnar. MYNDATEXTI Íslandsvinir Ringo Starr, Yoko Ono og Olivia Harrison, ekkja Bítilsins George Harrisons, létu kuldann í Viðey í gærkvöldi ekki á sig fá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar