NATO - fundur
Kaupa Í körfu
LIÐSMENN þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins héldu formlegan þingfund sinn í Reykjavík í gær og var Geir H. Haarde forsætisráðherra meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn og svöruðu fyrirspurnum. Miklar umræður urðu um Kosovo og ljóst að mjög skiptar skoðanir voru um þau mál. Geir minnti á að "langvarandi friður" væri "fremur undantekning en regla í sögu Evrópu" og engin tilviljun væri að í marga áratugi eftir stofnun NATO hefðu ekki orðið nein átök í álfunni. Og það hefði verið NATO sem kom á friði í Júgóslavíu. En þegar vel gengi væri auðvelt að fara að líta á frið og öryggi sem sjálfgefna hluti. "Minnug sögunnar og þeirra ægilegu fórna sem færðar voru í seinni heimsstyrjöld megum við samt ekki sofna á verðinum," sagði ráðherrann MYNDATEXTI Samræða Séð yfir fundarsalinn í Laugardagshöll, í ræðustól er Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir