Hagkaup Skeifunni

Sverrir Vilhelmsson

Hagkaup Skeifunni

Kaupa Í körfu

ÞJÓÐLEGIR sælkerar lögðu leið sína í verslun Hagkaupa í Skeifunni í gær, enda árlegur sláturmarkaður í fullum gangi og hægt að næla sér í tilheyrandi hráefni, mör, vambir, lifur og blóð svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Jónu Dóru Ásgeirsdóttur, aðstoðarverslunarstjóra, náði röð viðskiptavina um langa hríð alla leið út úr dyrum í gær. Markaðurinn stendur í þrjár vikur, en nú er farið að síga á seinni hlutann, því honum lýkur á laugardag. Starfsmönnum sýndist heldur meira seljast af efni í lifrarpylsu en blóðmör, sem er bæði gömul saga og ný. Þótt blóðmörinn sé gómsætur jafnt soðinn sem pönnusteiktur og sykraður virðist lifrarpylsan yfirleitt hafa vinninginn. Þetta ágæta fólk nældi sér í töluvert magn hráefnis. Sláturtakan er vinsælt samstarfsverkefni í stórfjölskyldum og efnið því oft tekið í stórum skömmtum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar