Borgarstjórn fundur

Brynjar Gauti

Borgarstjórn fundur

Kaupa Í körfu

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði að nú færðist mál Orkuveitunnar og Reykjavík Energy Invest (REI) loks úr bakherbergjunum inn á hinn lýðræðislega vettvang borgarstjórnar. Fulltrúar borgarstjórnar væru ekki einir um það að standa gáttaðir frammi fyrir þeim upplýsingum, gögnum, misloðnum svörum og upplýsingum sem hefðu skotið upp kollinum í tengslum við þessa miklu hagsmuni og þetta nýja fyrirtæki sem menn hefðu lengi bundið miklar vonir við í útrás á orkusviðinu. Í allri umfjölluninni væri eins og meirihlutinn í borgarstjórn og ekki síst borgarstjórinn hefðu gleymt því til hvers hann væri kosinn og um hvað málið ætti að fjalla. Svarið lægi í almannahagsmunum. Hins vegar hefði Sjálfstæðisflokkurinn komist að þeirri niðurstöðu að það sem hefði verið talið óskynsamlegt fyrir nokkru væri nú rakið mál. Það væri að taka hlut Orkuveitunnar í REI og selja hann með hraði. MYNDATEXTI Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri var harðlega gagnrýndur á fundinum. Hann sagðist hafa fullt traust og umboð til að leiða borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar