Fellaskóli / haustlaukar settir niður

Sverrir Vilhelmsson

Fellaskóli / haustlaukar settir niður

Kaupa Í körfu

HAUSTLAUKAR eru engir venjulegir laukar, eins og margir krakkar halda. Börn í 2. bekk Fellaskóla komust að því í gær er þau settu niður lauka við skólann sinn og lögðu þar með sitt af mörkum til að fegra skólalóðina en gagngerar endurbætur á henni eru í undirbúningi. Hugmyndasamkeppni meðal nemenda, foreldra og kennara við skólann hefur verið hrundið af stað og verður m.a. stuðst við niðurstöður hennar við hönnun lóðarinnar. Vopnaðir skóflum örkuðu nemendurnir af stað í gærmorgun og handfjötluðu laukana gætilega áður en fundinn var góður staður til að koma þeim ofan í moldina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar