Færði íbúunum hamingjuóskir

Friðrik Tryggvason

Færði íbúunum hamingjuóskir

Kaupa Í körfu

JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra heimsótti í gær fimm íbúa í nýjum íbúðum fyrir geðfatlaða við Lindargötu í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum félagsmálaráðuneytisins var markmið heimsóknarinnar að óska íbúum til hamingju með nýtt heimili og að vekja athygli á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, sem var í gær. Íbúðirnar við Lindargötu eru fyrstu nýju búsetuúrræðin sem tekin eru í notkun í Reykjavík og eru liður í átaksverkefni í þjónustu við geðfatlað fólk sem byggð er á stefnu og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins til ársins 2010. Félagsmálaráðuneytið hafði áður tekið yfir þjónustu við 17 einstaklinga, sem Landspítali – háskólasjúkrahús veitti áður. Á landsbyggðinni hafa þegar verið teknar í notkun 14 íbúðir. Íbúarnir í íbúðunum við Lindargötu fluttu inn í júlí. Um er að ræða sex íbúðir sem keyptar voru í samstarfi við Brynju – Hússjóð Öryrkjabandalags Íslands MYNDATEXTI Íbúar fluttu inn í sex nýjar íbúðir við Lindargötu í sumar. Félagsmálaráðherra heimsótti íbúana í gær og skoðaði sig um. Samhliða heimsókninni vakti ráðherra athygli á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar