Samningur um álflutninga

Steinunn Ásmundsdóttir

Samningur um álflutninga

Kaupa Í körfu

ÚTFLUTNINGUR Samskipa mun ríflega tvöfaldast með tilkomu samnings fyrirtækisins við Alcoa Fjarðaál um álflutninga til Evrópu. Álflutningarnir munu jafngilda um fjórðungsaukningu á öllum útflutningsmarkaði Íslendinga. Samskip eiga að flytja þorra allrar framleiðslu álversins á Reyðarfirði sjóleiðis til hafna í Evrópu, einkum til Rotterdam og áfram landleiðina innan Evrópu til margra áfangastaða. Tómas Már Sigurðsson og Ásbjörn Gíslason staðfestu samninginn, sem er til fimm ára, í gær. MYNDATEXTI Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, handsala samning um álflutninga til Evrópu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar