Eftirlit með flutningabílum, tveggja daga átak.

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eftirlit með flutningabílum, tveggja daga átak.

Kaupa Í körfu

AF ÞEIM 16 vöruflutningabifreiðum sem stöðvaðar voru í grennd við höfuðborgina í sérstöku átaksverkefni í gær og fyrradag var ástand sex bíla með þeim hætti að þeir voru boðaðir í bifreiðaskoðun. Athugasemdir voru einkum gerðar við að á þeim var of mikið af ljósum og á tengivögnum voru bremsur lélegar. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra í umferðardeild lögreglunnar, hefur hann heyrt þá skýringu á of mörgum og sterkum ljósum, að vörubílstjórar vilji með því lýsa upp vegina og nágrenni til að forðast árekstur við búfénað. Þetta geti valdið hættu m.a. vegna þess að þegar ökumaður lækkar ljósin er hann lengi að venjast ljósbreytingunni. Ágúst Mogensen, formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, segir að velta megi því fyrir sér hvort ekki væri þörf á að skoða vörubíla tvisvar á ári en ekki einu sinni eins og nú er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar