Kárahnjúkavirkjun

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

STARFSMENN frá Landsvirkjun og Impregilo fögnuðu saman í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar við Axará í gær, þegar risavöxnum stálhlera milli hinna 40 km löngu aðrennslisganga og aðkomuganga 2 að þeim var lokað. Aðeins er eftir að loka einni stálhurð í aðgöngum 4 í Desjarárdal næst Ytri-Kárahnjúk og verður það gert í næstu viku. Aðrennslisgöngin eru nú þegar vatnsfyllt frá Fljótsdalsstöð upp að aðgöngum 1 á Teigsbjargi, um 16 km leið. Núna verður skrúfað fyrir lekavatnið út úr göngunum við aðgöng 2. Við það fyllast göngin af sjálfu sér næstu 10 km eða svo. Í lok næstu viku, þegar búið er að loka síðustu hurðinni, fyllast göngin áfram og lokumannvirki við Hálslón verða opnuð smám saman til að hleypa þrýstingi á göngin. .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar