Fjöltækniskólinn

Sverrir Vilhelmsson

Fjöltækniskólinn

Kaupa Í körfu

FLUGNEMAR sem ljúka bóklegu atvinnuflugnámi við Flugskóla Íslands í vetur klæðast nú einkennisfötum í skólanum. "Þetta er í fyrsta sinn sem við setjum flugnema, sem eru að verða atvinnuflugmenn, í einkennisföt," sagði Baldvin Birgisson (lengst t.v. á mynd), skólastjóri Flugskólans og þjálfunarflugstjóri hjá Icelandair. Hann sagði Flugskóla Íslands, sem heyrir undir Fjöltækniskóla Íslands, vera eina skólann hér á landi sem kennir verðandi atvinnuflugmönnum bæði bóklega og verklega hluta námsins. Baldvin sagði einkennisfötin vera lið í því að móta betur væntanlega atvinnuflugmenn, því starfið krefðist einkennisfata og agaðra vinnubragða. Hann sagði stærri og virtari flugskóla erlendis einnig krefjast þess að nemendur í atvinnuflugnámi klæddust einkennisfötum. Það var Avion Aircraft Trading sem styrkti kaupin á einkennisfötunum sem eru framleidd af fyrirtæki sem sérhæfir sig í einkennisfötum flugmanna. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans sést hér ræða við einkennisklædda nemendur Flugskóla Íslands

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar