Fjöltækniskólinn
Kaupa Í körfu
FLUGNEMAR sem ljúka bóklegu atvinnuflugnámi við Flugskóla Íslands í vetur klæðast nú einkennisfötum í skólanum. "Þetta er í fyrsta sinn sem við setjum flugnema, sem eru að verða atvinnuflugmenn, í einkennisföt," sagði Baldvin Birgisson (lengst t.v. á mynd), skólastjóri Flugskólans og þjálfunarflugstjóri hjá Icelandair. Hann sagði Flugskóla Íslands, sem heyrir undir Fjöltækniskóla Íslands, vera eina skólann hér á landi sem kennir verðandi atvinnuflugmönnum bæði bóklega og verklega hluta námsins. Baldvin sagði einkennisfötin vera lið í því að móta betur væntanlega atvinnuflugmenn, því starfið krefðist einkennisfata og agaðra vinnubragða. Hann sagði stærri og virtari flugskóla erlendis einnig krefjast þess að nemendur í atvinnuflugnámi klæddust einkennisfötum. Það var Avion Aircraft Trading sem styrkti kaupin á einkennisfötunum sem eru framleidd af fyrirtæki sem sérhæfir sig í einkennisfötum flugmanna. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans sést hér ræða við einkennisklædda nemendur Flugskóla Íslands
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir