Skátaforingi

Sigurður Jónsson

Skátaforingi

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Það er félagsskapurinn og stemningin sem fylgir því að hafa ákveðið frelsi til að gera það sem manni dettur í hug sem gerir skátastarfið svo skemmtilegt sem raun ber vitni. Þegar skátar hittast tekur það ekki nema nokkrar mínútur að hrista hópinn saman vegna þess að grunnurinn að skátastarfinu er sá sami í öllum löndum. En það er þekkt að þegar ólíkir hópar hittast tekur það oft langan tíma fyrir fólk að ná saman," sagði Ármann Ingi Sigurðsson, félagsforingi í Skátafélaginu Fossbúum á Selfossi, sem kunnur er fyrir starf sitt með skátunum en hann er einn af máttarstólpum skátastarfsins á Selfossi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar