Gjöf

Helgi Bjarnason

Gjöf

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Stjórn Kaupfélags Suðurnesja tilkynnti í gær að félagið myndi fjármagna kaup á sneiðmyndatæki fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Kaupfélagið leggur til sjóð að fjárhæð 30 milljónir kr. í þessum tilgangi. Yfirlæknir Heilbrigðisstofnunarinnar sagði við þetta tækifæri að sjóðurinn myndi duga til að kaupa tækið, halda því við og jafnvel endurnýja til langrar framtíðar. MYNDATEXTI Tilkynning Guðjón Stefánsson segir frá gjöf Kaupfélags Suðurnesja. Konráð Lúðvíksson læknir og Drífa Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri taka við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar