Skollaleikur

Friðrik Tryggvason

Skollaleikur

Kaupa Í körfu

Meðal verkefna sem lögð eru fyrir nemendur í vöruhönnun í hönnunar- og arkitektúrdeild í Listaháskólanum og unnið er í samvinnu við Þjóðminjasafnið er Íslensk menning, sérstakur hljómur. Verkefnið felst í því að nemendur rannsaka og skoða vandlega íslenska menningu og leita við það fanga á Þjóðminjasafninu. Sigríður Ásdís segir að vissulega hafi hún fundið margt sem var áhugavert. Leikföng og gamlir leikir vöktu sérstaka athygli og hún ákvað að nota leiki sem uppistöðu í áðurnefndu verkefni. Hún lét ekki þar við sitja heldur byggði lokaverkið á gömlum leikföngum. Eftir að verkefni nemendanna voru tilbúin voru þau kynnt í Þjóðminjasafninu MYNDATEXTI Skollaleikur Sigríður Ásdís bindur skollabandið fyrir augu dóttur sinnar, Ásdísar Birnu, sem segir að það sé skemmtilegt að leika þessa leiki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar